fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Ákærður fyrir rasisma en segist bara hafa verið að segja sannleikann

Eyjan
Þriðjudaginn 8. október 2024 16:30

Morten_Messerschmidt formaður Danska þjóðarflokksins. Mynd: Dansk Folkeparti-Wikimedia Commons-CC BY-SA 2.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Messerschmidt formaður Danska þjóðarflokksins hefur verið ákærður fyrir að viðhafa ummæli sem fela í sér kynþáttahatur. Messerschmidt svarar kærunni hins vegar fullum hálsi. Hann segist eingöngu hafa verið að segja sannleikann og hann láti ekki þagga niður í sér.

Þjóðarflokkurinn ( d. Dansk Folkeparti) má muna fífil sinn fegurri í dönskum stjórnmálum. Flokkurinn var lengi vel sá flokkur sem harðast barðist fyrir hertri innflytjendalöggjöf. Áhrif hans náðu hámarki á fyrsta áratug þessarar aldrar þegar flokkurinn varði hægri stjórn Venstre og Íhaldsflokksins falli gegn því að lög um innflytjendur yrðu hert. Flokkurinn bauð fyrst fram í þingkosningum 1998 og mesta fylgið hlaut hann í kosningunum árið 2015 en þá fékk hann 21,08 prósent atkvæða og 37 þingmenn. Þá varð flokkurinn sá stærsti á hægri vængnum en tók ekki sæti í ríkisstjórn en varði hana falli. Síðan þá hefur fylgi flokksins minnkað hratt og í síðustu kosningum árið 2022 var hann á barmi þess að falla af þingi, hlaut 2,63 prósent atkvæða og 5 þingmenn. Hefur þetta minnkandi fylgi einkum verið skýrt með því að fleiri flokkar hafi tekið upp hina hörðu stefnu flokksins í málefnum innflytjenda.

Gömul auglýsing snýr aftur

Óljóst er hvort kæran á hendur Messerschmidt muni hafa einhver áhrif á fylgi flokksins. Í umfjöllun DR, danska ríkissjónvarpsins, kemur fram að upphaf málsins megi rekja til þess að almennur borgari hafi tilkynnt Morten Messerschmidt til lögreglu vegna færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðilinn X, 10. október á síðasta ári.

Í færslunni birti hann 20 ára gamla auglýsingu flokksins um múslima en meðal orða sem notuð voru í auglýsingunni eru:

„Fjöldanauðganir, gróft ofbeldi, öryggisleysi, nauðungarhjónabönd, kúgun kvenna og glæpir gengja.“

Auglýsingin var birt árið 2001 en þá var Messerschmidt formaður ungliðahreyfingar flokksins. Ári síðar hlutu hann og þrír aðrir meðlimir ungliðahreyfingarinnar 14 daga skilorðsbundna dóma fyrir auglýsinguna. Í færslunni 10. október í fyrra, þar sem hann endurbirtir auglýsinguna, skrifaði Messerschmidt að 2002 hefði hann hlotið dóm fyrir að segja það sem væri augljóst og í dag sæju allir að hann og flokksfélagar hans hefðu haft rétt fyrir sér.

Í þetta sinn er hann ákærður fyrir að brjóta nákvæmlega sama ákvæði hegningarlaga og hann var dæmdur fyrir að brjóta 2002 en ákvæðið fjallar um kynþáttahatur og mismunun.

Láti ekki þagga niður í sér

Messerschmidt hefur tjáð sig víða í dag um ákæruna. Í yfirlýsingu til fjölmiðla, á Facebook og á X segist hann ekki ætla að láta þagga niður í sér. Hann segist vera að berjast fyrir auknu öryggi Danmerkur og muni halda áfram að segja sannleikann um málefni innflytjenda. Messerschmidt segir að verið sé að refsa honum fyrir að segja sannleikann. Á X fyrr í dag skrifaði hann meðal annars:

„Þetta er galið.“

Hann segir texta auglýsingarinnar sem hann birti 2001 og svo aftur 2023 sé ekkert annað en sannleikurinn og því sé fáránlegt að ákæra hann fyrir að brjóta hegningarlög:

„Þess vegna verð ég að segja þetta skýrt og skilmerkilega. Það getur engin þaggað niður í mér.“

Í X færslunni fyrr í dag endurtekur hann enn á ný texta auglýsingarinnar og hvetur alla til að deila þessari færslu séu þeir sama sinnis:

„Þeir geta ekki ákært okkur öll.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“