fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Fréttir

Kominn á Vernd einu og hálfu ári eftir að hafa drepið mann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að stinga 27 ára mann frá Póllandi til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í apríl 2023 er kominn á Vernd. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Maðurinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraðsdómi en dómurinn var þyngdur í tólf ára fangelsi í Landsrétti í sumar.

Í frétt RÚV kemur fram að maðurinn afpláni nú á Vernd sem er afplánun utan fangelsis.

Birgir Jónsson, settur fangelsismálastjóri, segir í frétt RÚV að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál en hann útskýrir þó undir hvaða kringumstæðum fangar losna fyrr úr fangelsi.

„Þetta veltur auðvitað svolítið á þyngd dómsins sem viðkomandi fær, til að mynda hversu langan tíma fangi getur dvalið á Vernd, svo dæmi sé tekið. Þar er hámarkstími 18 mánuðir og það er háð ákveðnum skilyrðum,“ segir Birgir.

Maðurinn sem um ræðir var 18 ára og fimm mánaða þegar hann varð pólska manninum að bana og segir Birgir að vegna ungs aldurs þurfi hann aðeins að afplána þriðjung refsingarinnar. Þá dragist frá sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi sem og tími sem hann er á ökklabandi. Fleira þurfi að koma til, hegðun til dæmis.

Nánar er fjallað um málið á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðiseftirlitið hyggst endurskoða starfsleyfi Bálstofunnar

Heilbrigðiseftirlitið hyggst endurskoða starfsleyfi Bálstofunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir

Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“