fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Grunaður raðmorðingi reyndist vera þrítug kona

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 07:49

Sabrina á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Kanada telja sig hafa handsamað raðmorðingja sem grunaður er um þrjú morð á þremur dögum í síðustu viku. Sabrina Kauldhar heitir hin grunaða í málinu en hún er aðeins þrítug að aldri. Sabrina var handtekin síðastliðinn föstudag.

Þann 1. október, eða fyrir akkúrat viku, fannst sextug kona látin á heimili sínu í Toronto og bendir allt til þess að henni hafi verið ráðinn bani. Að sögn lögreglu þekkti Sabrina fórnarlamb sitt.

Það gerði hún hins vegar ekki varðandi næstu tvö fórnarlömb sem virðast hafa verið valin af handahófi. Lance Cunningham, 47 ára, fannst illa særður skammt frá Niagara Falls-þjóðgarðinum og lést hann af sárum sínum stuttu síðar. Lance skildi eftir sig eiginkonu og þrettán ára dóttur en hann var úti að viðra hundinn sinn þegar ráðist var á hann.

Þriða fórnarlambið, Mario Bilich, 77 ára, fannst svo illa slasaður daginn eftir á bílastæði í Hamilton í Ontario. Hann lést á sjúkrahúsi síðar sama dag en hann hafði verið stunginn illa.

Upptökur úr öryggismyndavélum komu lögreglu á sporið og leiddu þær í ljós að sami einstaklingur hafði verið að verki í báðum síðarnefndu morðunum. Lögregla telur svo fullvíst að Sabrina hafi verið að verki í Toronto fyrir viku síðan.

„Samkvæmt skilgreiningu er hún raðmorðingi,“ sagði Bill Fordy, lögreglustjóri á Niagara-svæðinu í Kanada, á blaðamannafundi í gær. Segist hann þakklátur fyrir það að hún hafi náðst jafn snemma og raun bar vitni enda allar líkur á því að hún hefði haldið ofbeldisglæpum sínum áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax