fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segist ekki muna eftir því hvort Þórunn reyndi að bola Ólafi Ragnari burt

Eyjan
Mánudaginn 7. október 2024 20:30

Ólafur Ragnar Grímsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Sigurður Kári Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann sé að lesa nýja bók Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands, Þjóðin og valdið. Í færslunni vitnar Sigurður Kári í kafla í bókinni þar sem Ólafur Ragnar hefur hann fyrir því að árið 2010 hafi Þórunn Sveinbjarnardóttir þáverandi og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar reynt að fá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en Sigurður Kári var þingmaður flokksins á þessum tíma, til að styðja tillögu um að Ólafur Ragnar yrði settur úr embætti í kjölfar þess að hann neitaði að skrifa undir lög um fyrstu Icesave-samningana. Sigurður Kári segist hins vegar ekki muna eftir því hvort þetta hafi verið raunin.

Sigurður Kári segir svo frá og vitnar í bók Ólafs Ragnars:

„Ólafur Ragnar vísar til mín á einum stað í bók sinni, þ.e.a.s. í dagbókarfærslu 10. janúar 2010, en þá var hann nýbúinn að synja fyrstu Icesave-samningunum, þ.e. lögum um þá, staðfestingar. Í bókinni segir Ólafur Ragnar:

„Hins vegar eru margir vinstri vinir mínir kolbrjálaðir og stofnuðu m.a. Facebook-síðu um að ég ætti að segja af mér! ÖT [Örnólfur Thorsson, forsetaritari] sagði að allir vinir sínir væru á þeirri síðu! Svo var stofnuð önnur síða til stuðnings og þar eru fleiri! Ljóst er að stór kjarni úr Samfylkingunni er æfur út í mig. Mér berast þær fréttir í gegnum Kalla frá Sigurði Kára að Þórunn Sveinbjarnardóttir sé að reyna að fá þingmenn Sjstfl. til að styðja tillögu á Alþingi um að setja forsetann af! Ekkert hefur heyrst um það opinberlega.““

Man þetta ekki

Sigurður Kári segir að lýsingar Ólafs Ragnars á hugarfari ráðherra vinstri stjórnarinnar, sem var við völd á þessum tíma, og þingmanna stjórnarliðsins hárréttar en segist ekki muna hvort Þórunn eða aðrir í stjórnarliðinu hafi verið að reyna að vinna tillögu um að svipta Ólaf Ragnar embættinu brautargengi. Eins og áður kom fram segir Ólafur Ragnar í bókinni að upplýsingar um þetta hafi borist frá Sigurði Kára:

„Ólafur lýsir því réttilega hvernig ástandið var á þingmönnum og ráðherrum Samfylkingar og Vinstri grænna eftir synjunina. Það er ekki ofsögum sagt að vinstra fólkið var gjörsamlega tryllt af bræði út í Ólaf.

Hvort Þórunn Sveinbjarnar hafi verið að reyna að smala fólki á vantrauststillögu á Ólaf í þinginu eða einhverjir aðrir fulltrúar vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms J. man ég ekki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu á þeim tíma aldrei staðið að slíkri tillögu. Hvort þau útbjuggu tillögu um vantraust á Ólaf veit ég ekki. En vinstriöflin vildu svo sannarlega losna við forsetann á þessum tíma. Þau fyrirlitu hann og blótuðu honum í sand og ösku.“

Þarf samþykki þjóðarinnar

Minna ber á í þessu samhengi að Alþingi hefur heimild samkvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar til að víkja forseta Íslands úr embætti. Slíkt þarf þó 3/4 hluti þingmanna að samþykkja. Náist slíkt atkvæðamagn er forsetanum vikið frá störfum tímabundið þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla um brottvísunina fer fram. Samþykki þjóðin ekki að víkja forsetanum úr embætti skal rjúfa þing þegar í stað og boða til alþingiskosninga.

Afar ólíklegt verður að teljast að 3/4 hlutar þingmanna hefðu samþykkt slíka tillögu í því mikla umróti og deilum sem fylgdu Icesave-málinu hvað þá að þjóðin hefði samþykkt brottvikninguna. Líklegt verður að teljast að minnsta kosti einhverjir stjórnarliðar hafi gert sér grein fyrir því og hafi slík tillaga verið rædd má velta fyrir sér hversu mikil alvara og þungi var á bak við það. Hafi slík tillaga einnig verið rædd við þingmenn stjórnarandstöðunnar má einnig velta fyrir sér hversu auðgleymanlegar slíkar umræður eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?