fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Dularfullt hvítt efni á 3.600 ára múmíum kom vísindamönnum á óvart

Pressan
Sunnudaginn 13. október 2024 11:30

Það eru margar magnaðar fornminjar í Egyptalandi. Mynd:Ministry of Tourism and Antiquities

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vísindamenn rannsökuðu dularfullt hvítt efni, sem var á höfði og hnakka 3.600 ára gamalla múmía sem fundust í Kína, komust þeir að því að efnið er heimsins elsti ostur.

Live Science segir að fyrir um tveimur áratugum hafi vísindamenn uppgötvað að þessu efni var smurt á höfuð og hnakka múmía sem fundust í Xiahoe grafreitnum í norðvesturhluta Kína. Nú hefur DNA-rannsókn leitt í ljós að þetta er kefir ostur sem var gerður úr blöndu af kýr- og geitamjólk.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Cell.

Osturinn innihélt bæði bakteríur og sveppi, þar á meðal Lactobacillus kefiranofaciens og Pichia kudriavzevii, sem er einnig að finna í kefir nútímans.

Qiaomei Fu, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í yfirlýsingu að þetta sé elsti osturinn sem vitað er um í heiminum og bætti við að gríðarlega erfitt sé að varðveita matvæli af þessu tagi í mörg þúsund ár og því sé þetta sjaldgæft og einstakt tækifæri sem hér gefst til að rannsaka fornan ost. Það geti aukið skilning okkar á mataræði og menningu forfeðra okkar.

Vísindamennirnir komust einnig að því að Lactobacillus kefiranofaciens kornin eru náskyld svipuðu korni frá Tíbet. Með því að greina gen bakteríunnar gátu þeir rakið þróunarferli hennar síðustu 3.600 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“