fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?

Pressan
Sunnudaginn 13. október 2024 18:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef við sjáum í mesta lagi 3% af alheiminum, hvernig getum við þá lagt mat á hversu margar vetrarbrautir eru í honum?

Vetrarbrautin er aðeins örlítill hluti af alheimi sem samanstendur af óteljandi vetrarbrautum. En ef við ættum að giska á hversu margar vetrarbrautirnar eru, hver yrði niðurstaðan?

Þetta virðist vera einföld spurning og er það auðvitað í sjálfu sér en svarið er hins vegar ekki augljóst. Fyrsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að meira að segja með öflugustu stjörnusjónaukunum okkar, sjáum við aðeins örlítið brot af alheiminum.

„Hinn sjáanlegi alheimur er aðeins sá hluti alheimsins sem ljósið frá hefur haft tíma til að ná til okkar,“ sagði Kai Noeske, stjarneðlisfræðingur hjá Evrópsku geimferðastofnuninni, í samtali við Live Science.

Alheimurinn er 13,8 milljarða ára en hinn sjáanlegi alheimur teygir sig lengra en 13,8 milljarða ljósára í hverja átt. Ástæðan er að alheimurinn er að þenjast út og ljósið fékk forskot í upphafi þegar alheimurinn var minni. Noeske sagði að nú teygi alheimurinn sig um 46 milljarða ljósára í hverja átt. Pamela Gay, hjá Planetary Science Institute, sagði að við sjáum í mesta lagi 3% af alheiminum.

Annað vandamál er að það eru svo margar vetrarbrautir að við getum aðeins áætlað heildarfjölda þeirra út frá því hvað við sjáum í litlum hluta alheimsins. „Þú horfir á lítinn hluta himinins og getur talið allt á þessu litla svæði og margfaldað með stærð himinsins,“ sagði Gay.

En það þarf einnig að svara spurningunni um hvernig vetrarbraut er skilgreind að sögn Noeske. Til séu vetrarbrautir sem eru með 10 sinnum, eða enn meiri, massa en vetrarbrautin okkar og einnig eru til litlar vetrarbrautir sem eru með massa sem er 10 sinnum minni en massi Vetrarbrautarinnar.

Vísindamenn þurfa því að skilgreina lágmarksmassa fyrir vetrarbraut svo hægt sé að leggja mat á fjölda þeirra.

Noeske sagði að ef íhaldssamt mat sé lagt á fjöldann út frá því massi vetrarbraut þurfi að lágmarki að vera á við massa milljón sóla, þá sé fjöldi vetrarbrauta frá upphafi alheimsins þar til í dag á bilinu ein til tvær trilljónir.

Vísindamenn telja að vetrarbrautirnar hafi verið fleiri á árdögum alheimsins en þær eru í dag og því þarf að miða matið við hvern tíma fyrir sig.

En Gay bætti því athyglisverða sjónarmiði við að ef alheimurinn er óendanlegur, þá sé fjöldi vetrarbrautanna það einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“