CNN skýrir frá þessu og vísar í nýtt mat frá frönsku ríkisstjórninni. Í því kemur fram að allt að 600 manns gætu hafa verið myrt í bænum Barsalogho. Þetta eru tvisvar sinnum fleiri fórnarlömb en áður hafði verið skýrt frá.
Það voru öfgasinnaðir múslimar sem stóðu að baki þessu ódæðisverki.
Bæjarbúar voru að sögn beðnir um að grafa skotgrafir til að vernda bæinn. En þann 24. ágúst óku vígamenn á mótorhjólum að nýgröfnum skotgröfunum og skutu fólkið sem var í þeim. Það voru liðsmenn öfgasamtakanna Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM) sem voru að verki. Segja samtökin að fórnarlömbin hafi haft tengsl við her landsins og að þau hafi verið 300 talsins.