Niðurstaða rannsóknar vísindamanna við University of Illinois varpar ljósi á þetta flókna málefni og gengur niðurstaða hennar þvert gegn gömlum hugmyndum um þetta. El Cronista skýrir frá þessu.
Vísindamennirnir rannsökuðu gögn um 377.000 stúdenta og komust að óvæntri niðurstöðu. Hún er að það virðist ekki skipta miklu máli hvað varðar greindarvísitölu eða persónuleika hvar í systkinaröðinni fólk er.
Fyrri hugmyndir gengu út á að elsta barnið væri yfirleitt gáfaðra en þau sem á eftir koma og að ábyrgðartilfinning þeirra væri meiri. Var talið að þetta væri afleiðing af mikilli athygli frá foreldrunum og væntingum þeirra.
Miðjubörnin hafa oft verið talin friðarstillar fjölskyldunnar en þau yngstu sem fordekruð, fyndin og sjálfstæð.
En niðurstöður nýju rannsóknarinnar eru að munurinn á greindarvísitölu elsta barnsins og hinna sé svo lítill að hann skipti í raun engu máli. Þetta sé bara tölfræðilegur munur sem skipti ekki máli í hinu raunverulega lífi.