fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Neyddu starfsfólkið til vinnu þegar fellibylur herjaði – Þrír eru látnir og þriggja er saknað

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 07:00

Svona var umhorfs á bílastæðinu við fyrirtækið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýninni rignir yfir stjórnendur Impact Plastics í bænum Erwin í Tennessee í Bandaríkjunum eftir ákvörðun þeirra um að neyða starfsfólk til vinnu þegar fellibylurinn Helen herjaði. Að minnsta kostir þrír starfsmenn létust og þriggja er saknað.

Robert Jarvis, starfsmaður fyrirtækisins, sagði í samtali við News 5 WCYB að þegar vatn byrjaði að streyma inn á bílastæðið og rafmagnið fór af verksmiðjunni hafi hann áttað sig á alvöru málsins. Hann flýtti sér út til að færa bílinn sinn og mætti þá einum yfirmanni sínum. Jarvis spurði hann hvort hann og hitt starfsfólkið gæti fengið frí til að þau gætu farið á öruggt svæði.

„Hún sagði nei! Tíu mínútum síðar kom hún aftur og sagði: „Nú megið þið fara heim.“ en það var um seinan. Það var bara ein leið inn og ein leið út og þegar við fengum að fara heim var vegurinn lokaður,“ sagði hann.

Starfsfólkið var kallað til vinnu þrátt fyrir að yfirvöld hefðu varað við fellibylnum og miklum eyðileggingarmætti hans.

Ellefu starfsmenn sópuðust á brott með vatnsflaumnum. Fimm var bjargað, staðfest hefur verið að þrír létust og þriggja er saknað.

Ríkislögreglan, The Tennessee Bureau of Investigation, hefur hafið rannsókn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við