fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Hversu nærri þriðju heimsstyrjöldinni erum við?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 03:04

Ísraelskir hermenn við landamæri Ísraels og Líbanons. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hugsanlegt að neistar berist frá stríðunum í Miðausturlöndum og Úkraínu til annarra svæða og úr verði enn fleiri stríð sem stórveldin dragast síðan inn í með ófyrirsjáanlegum afleiðingum? Þessu velta sumir eflaust fyrir sér út frá núverandi stöðu í heimsmálum.

Jótlandspósturinn fjallaði nýlega um málið og reyndi að varpa ljósi á hvort hætta sé á að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út.

Átökin, sem nú standa yfir í Miðausturlöndum, hófust í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Ekki er hægt að útiloka að þau muni breiðast út til fleiri ríkja á svæðinu. Nú þegar er Ísrael í stríði við Hizbollah í Líbanon og Íran, sem er aflið á bakið við bæði Hamas og Hizbollah, skaut um 200 flugskeytum á Ísrael í síðustu viku. Hútar í Jemen, sem eru einnig verkfæri Írana, hafa einnig verið iðnir við að skjóta flugskeytum á Ísrael.

Í kjölfar árásar Írana í síðustu viku tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon að bandarísk herskip hefðu aðstoð við varnir Ísraels og hefðu skotið á írönsk flugskeyti. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sagði við það tækifæri að Bandaríkin muni halda áfram að styðja við varnir Ísraels til að koma í veg fyrir að átökin breiðist út.

Bandaríkin hafa lýst yfir áhyggjum af stuðningi Rússa við Írana og óttast að þeir séu að aðstoða Írana við smíði kjarnorkuvopna. Vitað er að Íranar styðja Rússa í stríðinu í Úkraínu og hafa látið þeim vopn og dróna í té.

NATÓ styður við bakið á Úkraínu í stríðinu og hefur séð landinu fyrir vopnum og skotfærum.

NATÓ hefur slakað á hömlum varðandi vopnanotkun Úkraínumanna eftir því sem hefur liðið á stríðið og að undanförnu hefur verið rætt hvort heimila eigi Úkraínumönnum að nota vestræn flugskeyti til árása á rússneskt landsvæði. Þessu hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, brugðist illa við og haft í hótunum við Vesturlönd með því að breyta reglum um beitingu kjarnorkuvopna í þá veru að nú mega Rússar beita þeim að fyrra bragði, einnig gegn löndum sem ekki eiga kjarnorkuvopn.

Taívan

Áður en stríðið í Úkraínu braust út beindust sjónir Bandaríkjanna að Suður-Kínahafi, þar sem mikil spenna hefur ríkt um langa hríð, og að Taívan sem Kínverjar hafa mikinn hug á að leggja undir sig.

Margir sérfræðingar spá því að Kínverjar muni hugsanlega ráðast á Taívan 2017 en þá er talið að kínverski herinn verði orðinn nægilega öflugur til að gert gert árás á eyríkið. Ef af innrás verður gætu Bandaríkin, Japan, Suður-Kórea og mörg NATÓ-ríki dregist inn í átökin.

Það eykur á óstöðugleikann í heiminum að samningar um afvopnun og gagnkvæmt vopnaeftirlit, sem stórveldin voru áður bundin af, eru nú runnir út, hefur verið sagt upp eða hafa ekki verið endurnýjaðir.

Jótlandspósturinn hefur eftir tveimur sérfræðingum, sem fylgjast náið með þróun mála, að ekki þurfi að óttast að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út.

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði að Bandaríkin, Kína og Rússland séu hrædd við stríð stórveldanna og vilji ekki fara í stríð við hvert annað. Öll eigi þau svo mikið af kjarnorkuvopnum að þau viti vel að þau fá nokkur í hausinn ef þau beita sjálf slíkum vopnum. Það myndi hafa mikla eyðileggingu og dauða í för með sér.

Hann sagði að Rússland sé eina stórveldið sem hafi hag af því að allt fari endanlega í bál og brand í Miðausturlöndum. Þá geti Rússar grætt meira á olíu og gasi og um leið verði Bandaríkin að færa áherslur sínar frá Úkraínu til Ísraels.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagðist hafa mestar áhyggjur af þróun mála í Rússlandi og að Rússum muni detta í hug að beita vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu. Ef það gerist þá muni Bandaríkin hugsanlega blanda sér í stríðið. Á móti komi að Kínverjar hafi ítrekað sagt Kremlverjum að þetta sé ekki leið sem megi fara, annað mál sé hvort Rússar hlusti á þetta.

Hann sagðist oft fá spurningar um þriðju heimsstyrjöldina og kjarnorkustríð og geti auðvitað ekki lofað neinu en það sé óþarfi að hafa miklar áhyggjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“