Myndbönd hjúkrunarfræðings á Landspítalanum hafa slegið í gegn á TikTok, en myndböndin gefa áhorfendum innsýn í krefjandi, fjölbreytt og gefandi starf hjúkrunarfræðinga.
Ryan Corcuera, starfar sem hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans og í nýjasta myndbandinu þá deilir hann aðstæðum sem margir geta líklega tengt við; þegar þú veist fyrir víst að kollegi þinn mun tilkynna sig veikan daginn eftir.
@ryanbengg Hospital Diary 😅 #nurses ♬ original sound – nobody sausage
Í eldra myndbandi er hann staðinn að verki við að leita sér að öðru og betra launuðu starfi.
@ryanbengg♬ original sound – HBO
Kannski ekki skrýtið þar sem álagið er oft mikið á starfsmenn Lanspítalans.
Í nýjasta myndbandi sínu gerir Ryan létt grín að ofvæntingum yfirmanna og álagi.
„Rétt að athuga hvort ég sé ekki örugglega bara með tvær hendur af því að vinnustaðurinn minn heldur að ég sé með átta.“
@ryanbengg😳♬ original sound – DPoslovi