fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Íslendingur lenti í skelfilegri kakkalakkaplágu á Tenerife – Vaknaði við kvikindin skríðandi ofan á sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. október 2024 14:00

Kakkalakkar. Myndin er úr safni og tengist frétt ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið ansi mikið á Tene og ég hef aldrei séð þetta á hótelum áður,“ segir Jóhann Kristinsson sem fékk hvað eftir annað óvelkomna gesti inn á hótelherbergi sitt á Tenerife um helgina, kakkalakka. Jóhann gisti á Spring Hotel Vulcano á Amerísku ströndinni, en hótelið er almennt vel liðið. Jóhann hefur gist áður á þessu hóteli og hafði góða reynslu af því er hann bókaði gistinguna.

Jóhann dvaldist fimm nætur á hótelinu og þurfti að skipta þrisvar um herbergi vegna kakkalakkaplágu. „Ég held að það sé eitthvert met,“ segir hann.

Ég held ég hafi séð örugglega um tíu kakkalakka þarna, þetta voru um 3 á dag, þeir voru drepnir en það komu alltaf nýir. Í gærmorgun sá ég að þeir komu skríðandi út í gegnum loftræstinguna. Ég reyndi bara að speyja þar.“ J

Jóhann sem telur að starfsfólk hótelsins bregðist ekki nægilega hart við tilkynningum hótelgesta um kakkalakka.

„Það var horft á mig eins og ég væri að kvarta undan flugum á herberginu. Svo var sagt, ok, við sendum einhvern upp til að laga þetta. En herbergisþernurnar geta í raun lítið gert. Þær koma og spreyja aðeins undir rúmið og svo ekkert meira.“

Jóhann varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að vakna um miðja nótt við kakkalakka skríðandi ofan á sér:

„Mér væri nokk sama ef þetta myndi halda sig á gólfinu en þegar þetta er farið að skríða upp í rúm til manns þá stendur manni ekki á sama. Svo nær maður ekki að festa svefn hræddur um að einhver kakkalakki skríði upp í.“

Jóhann hefur áður gist á hótelinu. Hann varð þá var við kakkalakka undir sænginni sinni en taldi það vera tilfallandi atvik. „En núna sé ég að þetta var ekkert tilfallandi.“ Honum þykir þetta leitt, sérstaklega með það í huga að hótelið er að öðru leyti mjög gott. Hann er núna kominn í gistingu annars staðar og vonast eftir að plágunni linni.

„Ég var að minnsta kosti laus við þetta í nótt,“ segir hann en hann fékk að upplifa kakkalakkalausn sólarhring á Vulcan Hótel áður en hann kvaddi staðinn í morgun. Engir kakkalakkar voru í þriðja og síðasta herberginu sem honum var úthlutað þar.

Aðspurður hvort skriðkvikindin hafi náð að spilla ferðinni hans segir Jóhann einfaldlega: „Þú getur rétt ímyndað þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp