Albert Guðmundsson skoraði gott sigurmark fyrir Fiorentina í 2-1 sigri gegn AC Milan í gær í Seriu A á Ítalíu.
Albert var hins vegar ekki hetja liðsins í leiknum þrátt fyrir gott mark.
Það var fyrrum markvörður Manchester United, David de Gea sem var hetja Fiorentina í leiknum.
De Gea varði tvær vítaspyrnur í leiknum en átti einnig nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Frammistaða hans tryggði Fiorentina sigurinn.
Vörslurnar frá De Gea má sjá hér að neðan.
De Gea last night..
WHAT A PLAYER!! 😍🇪🇸 pic.twitter.com/A4zqwwi7e2
— Frank🧠🇳🇱 (fan) (@TenHagEra) October 7, 2024