Forráðamenn Manchester City eru búnir að setja 80 milljónir punda til hliðar sem hægt verður að nota fyrir nýjan leikmann í janúar.
Sagt er að City ætli sér að fá inn miðjumann vegna meiðsla Rodri.
Rodri sleit krossband á dögunum sem var mikið áfall fyrir City og ljóst að hann spilar ekki fyrr en á næstu leiktíð.
Forráðamen City vilja styðja við Pep Guardiola til að geta unnið titla næsta vor og vilja tryggja honum fjármagn.
Nokkrir hafa verið orðaðir við City eftir meiðsli Rodri og því næstum öruggt að liðið fer á markaðinn.