Joel Glazer og Sir Jim Ratcliffe eru mættir til fundar á Old Trafford, vafalítið verður framtíð Erik ten Hag rædd þar.
Glazer fjölskyldan og Ratcliffe eiga United en Ratcliffe hefur fengið að stýra félaginu undanfarið.
🚨🎥 Sir Jim Ratcliffe and Joel Glazer are at Old Trafford. #MUFC [@Mz1n00] pic.twitter.com/BOPXvsEjYe
— mufcmpb (@mufcMPB) October 7, 2024
Mikil pressa er á stjórnendum United að taka ákvörðun um það hvað skal gera.
United er aðeins með átta stig eftir sjö leiki í ensku deildinni, versta byrjun í sögu liðsins í úrvalsdeildinni.
Manchester Evening News sem er staðarblaðið í Manchester segir að Thomas Tuchel sé efstur á óskalista þeirra sem ráða ef farið verður í breytingar.
Tuchel fór í viðræður við United í sumar þegar félagið skoðaði að reka Ten Hag en ekkert varð úr því.
Tuchel hætti með Bayern í sumar og er án félags og gæti því hoppað strax inn ef samningar nást um kaup og kjör.