Gary O’Neil stjóri Wolves verður ekki rekinn úr starfi á næstunni þrátt fyrir afleita byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Wolves hefur þurft að skera kostnað niður síðustu ár og er það farið að hafa veruleg áhrif á leik liðsins.
Wolves hefur unnið einn af fyrstu sjö leikjum tímabilsins en starf O’Neil er ekki í hættu.
O’Neil vann gott starf á síðustu leiktíð en eftir talsverðar breytingar í sumar hefur hann ekki fundið taktinn.
Forráðamenn Wolves ætla sér ekki að fara í neinar breytingar heldur gefa O’Neil tíma samkvæmt frétt Telegraph.