A landslið karla mætir Wales á Laugardalsvelli á föstudag í Þjóðadeild UEFA, í fyrri heimaleiknum af tveimur í október. Íslenska liðið mætir síðan Tyrklandi á mánudag.
Íslenska liðið kemur saman síðdegis í dag og hefur undirbúning sinn fyrir leikina.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur misst af síðustu tveimur leikjum Vals en ætti að vera klár í slaginn á föstudag og mun líklega byrja. Gylfi byrjaði báða landsleiki Íslands í september.
Wales er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlinum, en Walesverjar byrjuðu á því að gera markalaust jafntefli við Tyrkland og unnu síðan 2-1 útisigur á Svartfellingum. Ísland er með 3 stig og markatöluna 3-3 eftir tveggja marka sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum og tveggja marka tap gegn Tyrklandi í Izmir.
Svona er líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag að mati 433.is.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson
Willum Þór Willumsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jón Dagur Þorsteinsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Orri Steinn Óskarsson