Juventus er búið að opna samtalið um að rifta samningi Paul Pogba við félagið nú þegar hann getur komið sér aftur út á völlinn.
Alþjóðlegur dómstóll stytti bann Pogba frá leiknum talsvert, í stað þess að vera í fjögurra ára banni tekur Pogba út 18 mánaða bann.
Pogba féll á lyfjaprófi á síðustu leiktíð en þessi 31 árs gamli miðjumaður má byrja að æfa fótbolta í janúar og spila svo í mars.
Forráðamenn Juventus vilja hins vegar ekki halda Pogba og ræða við hann um riftun á samningi.
Pogba er sagður taka vel í það en ljóst er að ítalska félagið mun þurfa að borga honum eitthvað út við riftun samnings.