fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fréttir

Jón Gnarr furðar sig á umræðunni: „Skyndilega orðinn kokhraustur kvenhatari“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 7. október 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og nýr liðsmaður Viðreisnar, furðar sig á umræðunni sem verið hefur um væntanlegt framboð hans fyrir komandi þingkosningar.

„Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg,“ segir Jón í pistli á Facebook-síðu sinni í morgun og bætir við: „Ég er nú skyndilega orðinn kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju. Það tel ég ólíkt mér.“

Jón var í viðtali í Spursmálum á mbl.is um helgina þar sem fram kom að hann myndi sækjast eftir leiðtogasæti í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Er því ljóst að Jón mun etja kappi við tvær sitjandi þingkonur, þær Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem sitja í oddvitasætunum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Í viðtalinu sagðist Jón vonast til þess að vinna prófkjör nokkuð auðveldlega. Deilir hann skjáskotum af umfjöllunum mbl.is annars vegar og Mannlífs hins vegar en í þeirri síðarnefndu var fyrirsögnin: Jón hjólar í konur.

Jón furðar sig á þessari orðanotkun.

„Að hjóla í einhvern merkir það sama og að rjúka í einhvern og þýðir að ráðast á einhvern. Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón sem vísar þarna í ummæli Hönnu Katrínar í Morgunblaðinu í dag.

„Ég er ekki þingmaður eða gegni annarri opinberri valdastöðu. Ekki forstjóri fyrirtækis eða forsvarsmaður samtaka. Ég er bara sjálfstætt starfandi listamaður, rithöfundur og leikari og kosningar eru ekki áætlaðar fyrren eftir 8-10 mánuði. Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir Jón sem vísar svo orðrétt í viðtalið við Spursmál:

Blaðamaður: Nú er fólk sem verm­ir þessi sæti eft­ir síðustu kosn­ing­ar. Þú ert þá vænt­an­lega að fara að taka slag við þessa nýju fé­laga þina, Þor­björgu Gunn­laugs­dótt­ur og…

Ég: Já, ein­mitt. Það er svo­lítið name of the game. Og það tók mig lang­an tíma að átta mig á því, af því að ég kom nátt­úru­lega inn fyr­ir slysni í póli­tík…

Blaðamaður: Verða þetta próf­kjör ?

Ég: Já, það verða próf­kjör.

Blaðamaður: Þannig að þetta verður blóðugur slag­ur?

Ég: Það er ekki víst.

Blaðamaður: Held­ur þú að þú vinn­ir þetta auðveld­lega?

Ég: Ég von­ast til þess já. Og ég vil reyna að kom­ast út úr þessu, gegn­um þetta án þess að valda ein­hverj­um sár­ind­um eða stíga á ein­hverj­ar tær. Mér finnst allt i lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stór­an mun þarna á. Mér finnst þetta bara spenn­andi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.

Jón endar pistilinn sinn á þessum orðum:

„Hvað felst í þessum orðum mínum sem gefur tilefni til þessara viðbragða ? Ég veit það ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ten Hag fær einn leik

Ten Hag fær einn leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Reykjavíkurborg hafa hlunnfarið starfsmann

Segir Reykjavíkurborg hafa hlunnfarið starfsmann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jafnvægi milli einkalífs og vinnu á ráðstefnu um gervigreind

Jafnvægi milli einkalífs og vinnu á ráðstefnu um gervigreind
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður dæmdur fyrir þjófnað á 300 þúsund krónum

Starfsmaður dæmdur fyrir þjófnað á 300 þúsund krónum