fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Voðaverkið við Krýsuvíkurveg – Grímur hafnar sögusögnum um albönsku mafíuna – „Lögreglan er ekki án tengsla við undirheima“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. október 2024 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á barnsmorðinu í nálægð við Krýsuvík þann 15. september síðastliðinn er í fullum gangi en ekki liggja fyrir stórar fréttir af rannsókninni í bili. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræddi stöðu rannsóknarinnar við DV.

„Á hverjum degi er eitthvað sem gerist í svona máli en þetta er engu að síður þannig að þegar maður nær utan um svona mál á fyrstu klukkutímunum eða dögunum þá fer það bara í farveg og svo sem ekki neitt af því að frétta á milli daga eða vikna,“ segir Grímur.

Sigurður Fannar Þórsson situr í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, grunaður um að hafa orðið tíu ára gamalli dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju, að bana. Aðspurður hvort Sigurður hafi játað á sig glæpinn segist Grímur ekki vilja svara því nema með þessum hætti:

„Ég vil bara benda á að hann hringdi sjálfur inn.“

Sigurður var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. október. Aðspurður staðfestir Grímur að Sigurður hafi ekki kært gæsluvarðhaldsúrskurði yfir sér til Landsréttar. Það er til marks um að hann sætti sig gæsluvarðhald og efist ekki um réttmæti þess.

Aðspurður hvort Sigurður sé yfirheyrður reglulega segir Grímur: „Hann er yfirheyrður eins og þurfa þykir. Það er ekki hægt að segja að það sé reglulega, ákveðnir dagar eða eitthvað svoleiðis, bara þegar eru efni og gögn sem við viljum bera undir viðkomandi, þá er það gert.“

Hafnar sögusögnum – Lögreglan hefur líka tengsl við undirheima

Þrálátar sögusagnir hafa verið á sveimi í samfélaginu um að albanskir undirheimamenn tengist glæpnum og jafnvel hafi Sigurður ekki verið að verki heldur slíkir aðilar. Grímur vísar þessum sögusögnum á bug.

„Nei, við höfum alveg fengið þessar upplýsingar eins og aðrir og eftir atvikum reynt að skoða þetta og það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé með þessum hætti. Ég hef  bent á það að við lögreglan erum auðvitað ekki án tengsla við það sem kallað er undirheimar.“

DV spyr Grím hvort Sigurður hafi gengist undir geðmat:

„Það er í rauninni staðlað við svona rannsóknir að viðkomandi fer í geðmat, það er ekki komin niðurstaða í því,“ segir Grímur Grímsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“

Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Í gær

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband
Fréttir
Í gær

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík