fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þórhallur: Margir felldu tár þegar þeir komust upp í flugvélina – Þakklát stjórnvöldum og Icelandair

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sem þarna vor­um 7. októ­ber 2023 erum þakk­lát ís­lensk­um stjórn­völd­um og Icelandair fyr­ir að bregðast hratt og vel við og koma okk­ur heim,“ segir Þórhallur Heimisson, prestur, sagnfræðingur og fararstjóri, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Ár er í dag liðið síðan um þrjú þúsund Hamas-liðar frá Gasa réðust inn í Ísrael og frömdu þar skelfilega stríðsglæpi. Hófst árásin með eldflaugaárásum á ísraelskar borgir og flugvelli, meðal annars á Jerúsalem þar sem hann var staddur ásamt um 90 Íslendingum sem voru að hefja skoðunarferð um landið.

Þórhallur rifjar atburðina upp í tilfinningaríkum pistli í Morgunblaðinu í dag.

Var á ferð um Ísrael og Palestínu

Árásin kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu en talið er að rúmlega 1.100 manns hafi verið myrt, þar á meðal fjöldi fólks sem mætti á tónlistarhátíð skammt frá landamærum Gasa.

„Skutu Hamasliðar alla sem reyndu að kom­ast und­an. Hið sama gerðu þeir í bæj­um og sveit­um sem þeir náðu til, gengu hús úr húsi og myrtu alla, karla, kon­ur, börn og ung­börn. Ekki voru öll fórn­ar­lömb­in skot­in, held­ur voru einnig dæmi um afhöfðanir og ann­an óhugnað,“ segir Þórhallur í grein sinni.

Þá tóku Hamasliðar fjölda gísla þegar Ísraelsher brást við árásinni og segir Þórhallur að þessi dagur sé einn sá blóðugasti í sögu Ísraels. Eins og fólk almennt veit var árásin upphafið að skelfilegu stríði milli Hamas og Ísraels sem kostað hefur meira en 40 þúsund íbúa á Gasa lífið, þar á meðal fjölmörg börn. Hefur Ísraelsher verið sakaður um stríðsglæpi og hafa átökin kveikt ófriðarbál um öll Mið-Austurlönd sem ekki sér enn fyrir endann á.

Þórhallur segir að vikurnar fyrir 7. október hafi hann verið á ferð um Ísrael og Palestínu með ferðahóp frá Íslandi.

„Allt hafði verið með kyrr­um kjör­um í land­inu helga og ekk­ert benti til þess sem í vænd­um var. Að mér lædd­ist sú hugs­un að ef til vill væri ástandið að lag­ast eitt­hvað og friður í kort­un­um. Ekk­ert var fjær sanni. Hóp­ur­inn minn átti að fljúga heim frá Ben Gurion-flug­velli að morgni þess 7. októ­ber. Dag­inn áður tók ég á móti 90 manna hópi til viðbót­ar sem ætlaði að dvelja með mér næstu 10 dag­ana á bibl­íu­slóðum. Þannig var ég með um 140 Íslend­inga í Ísra­el þegar árás Hamas hófst,“ segir Þórhallur.

Öllu flugi aflýst og góð ráð dýr

Hann segir að fyrri hóp­ur­inn hafi verið kom­inn á flug­völl­inn er eld­flaug­um tók að rigna yfir hann og urðu all­ir að leita skjóls.

„En flug­vél Icelandair var lent og þegar hlé varð á skot­hríðinni komust Íslend­ing­arn­ir um borð og vél­in á loft. Mik­ill var létt­ir­inn þegar við sem vor­um í Jerúsalem frétt­um það, en þar dvaldi hinn ný­komni ferðahóp­ur. Þangað var eld­flauga­hríð Hamas einnig bent. Sett var á út­göngu­bann og börn og kon­ur send í loft­varn­ar­byrgi á hót­el­inu þar sem við dvöld­um,“ segir hann.

Svo fór að öllu flugi á Ben Gurion-flugvöllinn var aflýst og eft­ir því sem leið á dag­inn og átök­in hörðnuðu hafi verið útséð að af frek­ari ferðalög­um um landið helga yrði að ræða.

„Eng­inn vissi hvernig átök­in myndu þró­ast. Ein­hug­ur varð því hópn­um í Jerúsalem um að snúa heim aft­ur sem fyrst. Fór nú í hönd löng helgi þar sem ut­an­rík­isþjón­ust­an, Icelandair, Sig­urður K. Kol­beins­son for­stjóri Kólumbusferða sem var með í för og fleiri unnu að lausn með farþegum. Úr varð að flug­vél Icelandair flaug til Amm­an í Jórdan­íu á mánu­dags­kvöld að sækja okk­ur, en við urðum að koma okk­ur þangað. Lagt var af stað frá Jerúsalem að morgni mánu­dags í rút­um ásamt hópi Fær­ey­inga og þýskra ung­menna og kenn­ara þeirra sem flutu með. Höfðu þau frétt af flug­inu hjá Íslend­ing­um í sprengju­byrgi í Tel Aviv.“

Þurftu að ganga yfir landamærin

Þórhallur segir að ekið hafi verið í gegnum Palestínu og að landamærum Jórdaníu. Var hópurinn stoppaður af herflokkum nokkrum sinnum á leiðinni en aðm lokum komst hann að landamærunum.

„Þar urðum við að yf­ir­gefa rút­urn­ar og ganga yfir landa­mær­in, því ísra­elsk­ar rút­ur fengu ekki að fara yfir. Á landa­mær­un­um neyddu jórd­ansk­ir her­menn okk­ur til að greiða stór­fé til að kom­ast yfir og lagði ferðaskrif­stof­an út fyr­ir því. Loks­ins kom­umst við þó inn í Jórdan­íu og í rút­ur sem biðu okk­ar.“

Þórhallur segir að komið hafi verið kvöld þegar hópurinn komst á flugvöllinn í Amman og út að Icelandair-vélinni þar sem íslensk áhöfn tók á móti honum.

„Svo mik­ill var feg­in­leik­inn að ganga upp land­gang­inn í vél­ina að marg­ir felldu tár. Þegar all­ir voru komn­ir um borð var flogið frá Amm­an, yfir Egypta­land, til Róm­ar þar sem skipt var um áhöfn. Og svo heim til Íslands. Nú er ár liðið og stríðið og hryll­ing­ur þess magn­ast með degi hverj­um. En við sem þarna vor­um 7. októ­ber 2023 erum þakk­lát ís­lensk­um stjórn­völd­um og Icelandair fyr­ir að bregðast hratt og vel við og koma okk­ur heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt