Albert Guðmundsson var rétt í þessu að koma Fiorentina yfir gegn AC Milan í Serie A.
Leikurinn hefur í raun verið ótrúlegur en staðan er 2-1 fyrir heimaliðinu þegar þetta er skrifað.
Þrjár vítaspyrnur hafa verið dæmdar í viðureigninni en engin af þeim fór í markið.
Albert fékk ekki að taka einu vítaspyrnu Fiorentina en Moise Kean steig á punktinn og klikkaði.
Albert skoraði hins vegar fallegt mark í seinni hálfleik sem má sjá hér.
⚽️GOAL🇮🇹 | Fiorentina 2-1 Milan | Albert Gudmundssonpic.twitter.com/mzEgVu9rhR
— Goals Xtra (@GoalsXtra) October 6, 2024