Víkingur Reykjavík missteig sig í toppbaráttunni í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Stjörnunni á Víkingsvelli.
Víkingur gat náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri en Breiðablik spilar við Val á eftir.
Það var mikil dramatík í þessari viðureign sem lauk með jafntefli en Víkingur jafnaði metin á 96. mínútu.
Enginn annar en Óskar Örn Hauksson skoraði mark Víkinga en Hilmar Árni Halldórsson hafði komið Stjörnunni í 2-1 er ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Gott stig að lokum fyrir Víkinga sem eru nú með 56 stig á toppnum en Blikar geta komist á toppinn með sigri gegn Val.
Á sama tíma áttust við HK og Fylkir í fallbaráttunni en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli í Kórnum.
Það var einnig gríðarleg dramatík í þeirri viðureign en HK jafnaði metin á 98. mínútu og tryggði þar stig.
Ljóst er að Fylkir er fallið eftir þessi úrslit og þá er HK þremur stigum frá öruggu sæti.
Víkingur R. 2 – 2 Stjarnan
0-1 Emil Atlason(’75)
1-1 Viktor Örlygur Andrason(’84)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson(’89)
2-2 Óskar Örn Hauksson(’96)
HK 2 – 2 Fylkir
0-1 Birkir Eyþórsson(’45, sjálfsmark)
1-1 Þóroddur Víkingsson(’47)
1-2 Benedikt Daríus Garðarsson(’59)
2-2 Brynjar Snær Pálsson(’98)