Brighton 3 – 2 Tottenham
0-1 Brennan Johnson(’23)
0-2 James Maddison(’37)
1-2 Yankuba Minteh(’48)
2-2 Georginio Rutter(’58)
3-2 Danny Welbeck(’66)
Brighton bauð upp á frábæra endurkomu í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Tottenham.
Tottenham var í þægilegri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en Brennan Johnson og James Maddison skoruðu fyrir gestina.
Brighton mætti afskaplega sterkt til leiks í seinni hálfleik eftir að hafa verið verri aðilinn í þeim fyrri.
Heimaliðið skoraði þrjú mörk og vann að lokum 3-2 sigur þar sem Danny Welbeck gerði sigurmarkið.
Brighton lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar en Tottenham situr í því níunda.