fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Hvernig á að þvo handklæði? – Sérfræðingur gerir út af við mýturnar

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 16:30

Þessi hljóta að hafa verið þvegin á réttan hátt. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til mörg ráð um hvernig er best að þvo handklæðin sín. En hvaða aðferð er best? Það er úr vöndu að ráða fyrir okkur leikmenn þegar kemur að því velja hvaða aðferð við fylgjum þegar við þvoum handklæði. En nú eru bjartari tímar fram undan þar sem maður þarf ekki að glíma við valkvíða þegar kemur að því að velja hvernig handklæðin eru þvegin.

Ástæðan er að þvottasérfræðingurinn Allen Civlak fór yfir helstu mýturnar um þvott á handklæðum í samtali við Daily Star og útskýrði hvernig á að þvo handklæði til að halda þeim ferskum og mjúkum.

Ef þú þværð handklæðin þín sjaldan, þá er kannski kominn tími til að breyta um stefnu því nýþvegin handklæði geta borið allt að 190.000 bakteríur með sér. En þeim getur fjölgað upp í sautján milljónir eftir að hafa verið notuð í einn dag.

Þess vegna er mikilvægt að fara eftir ráðum sérfræðinga til að tryggja að handklæðin séu hrein og endist lengur.

Mýta 1 – Þvoðu bara með köldu vatni. Þrátt fyrir að kalt vatn virki vel á móti sumum bakteríum, þá er það ekki gott þegar kemur að því að þvo handklæði því það þarf heitt vatn til að drepa bakteríur. Allen ráðleggur fólki að skoða þvottamiðann á handklæðunum til að sjá hvaða hitastig á að þvo þau við en almennt séð ráðleggur hann fólki að þvo þau við 60 gráður til að drepa bakteríur og fjarlægja líkamsolíur úr þeim. Hann ráðleggur fólki einnig að þvo handklæðin öðru hvoru í heitu vatni sem er blandað með hvítu ediki. Með þessu er hægt að losna við þvottaefnisafganga úr þeim og halda þeim ferskum.

Mýta 2 – Meira þvottaefni, hreinni handklæði. Allen sagði að það að nota meira þvottaefni þýði ekki endilega að handklæðin verði ferskari. Í raun geti of mikið þvottaefni skilið eftir sig afganga sem geri þau stíf og dragi úr vatnsdrægi þeirra. „Þetta er mikill misskilningur, of mikið þvottaefni getur eyðilagt handklæðin,“ sagði hann.

Mýta 3 – Settu handklæðið bara ofan í þvottastampinn. Margir kasta rökum eða blautum handklæðum beint ofan í þvottastampinn. En það á maður ekki að gera því þá geta þau farið að lykta illa og benti Allen á að rök handklæði geti orðið hrein bakteríur- og myglusveppasprengja. Það þurfi því að hengja þau til þerris eftir hverja notkun, líka þegar komið er að því að þvo þau. „Hristu þau líka þegar þau eru þurr til að halda þeim mjúkum,“ sagði hann.

Mýta 4 – Þvoðu handklæði með öðrum þvotti. Það er ekki góð hugmynd að þvo handklæði með öðrum þvotti. Þau geta tekið efni frá öðrum þvotti í sig og því er best að þvo þau ein og sér að sögn Allen.

Mýta 5 – Þú þarft ekki að þvo nýja handklæðið þitt fyrir notkun. Þú átt alltaf að þvo ný handklæði áður en þau eru tekin í notkun. Allen segir að það lengi líftíma þeirra og tryggi auðvitað að þau séu hrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við