fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

Hættan á risaflóðbylgjum eykst samhliða bráðnun jökla

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 15:30

Flóðbylgjur gætu orðið tíðari í framtíðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg rannsókn danskra vísindamanna leiddi í ljós að 200 metra há flóðbylgja myndaðist á síðasta ári á Grænlandi. Stór skriða kom flóðbylgjunni af stað í Dicksonfirði. Enginn meiddist en smávegis eignatjón varð.

The Guardian segir að greining á jarðskjálftagögnum, tengdum þessum atburði, sýni að í kjölfar flóðbylgjunnar hafi alda farið fram og aftur í firðinum dögum saman.

Miðillinn hefur eftir Angela Carrillo Ponce, hjá þýsku jarðfræðimiðstöðinni, að jarðskjálftamælar í allt að 5.000 km fjarlægð hafi numið flóðbylgjuna.

Niðurstöður rannsóknar Ponce og samstarfsfólk, sem hafa verið birtar í vísindaritinu The Seismic Record, benda til að loftslagsbreytingarnar hraði bráðnun Grænlandsjökuls og sífrera og auki þar með líkurnar á skriðuföllum og risaflóðbylgjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banki Vatíkansins rak karl og konu úr starfi – Virtu ekki reglu bankans um bann við hjónabandi

Banki Vatíkansins rak karl og konu úr starfi – Virtu ekki reglu bankans um bann við hjónabandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flak frægs „draugaskips“ fannst undan strönd Bandaríkjanna

Flak frægs „draugaskips“ fannst undan strönd Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Biðja fólkið sem neitar að rýma um að merkja útlimi sína til að auðvelda yfirvöldum að bera kennsl á líkin

Biðja fólkið sem neitar að rýma um að merkja útlimi sína til að auðvelda yfirvöldum að bera kennsl á líkin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa séð föður sem hvarf fyrir þremur árum ásamt börnunum sínum

Telja sig hafa séð föður sem hvarf fyrir þremur árum ásamt börnunum sínum