The Guardian segir að greining á jarðskjálftagögnum, tengdum þessum atburði, sýni að í kjölfar flóðbylgjunnar hafi alda farið fram og aftur í firðinum dögum saman.
Miðillinn hefur eftir Angela Carrillo Ponce, hjá þýsku jarðfræðimiðstöðinni, að jarðskjálftamælar í allt að 5.000 km fjarlægð hafi numið flóðbylgjuna.
Niðurstöður rannsóknar Ponce og samstarfsfólk, sem hafa verið birtar í vísindaritinu The Seismic Record, benda til að loftslagsbreytingarnar hraði bráðnun Grænlandsjökuls og sífrera og auki þar með líkurnar á skriðuföllum og risaflóðbylgjum.