fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Ozzy Osbourne fallinn en felur það fyrir konu sinni

Fókus
Sunnudaginn 6. október 2024 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne er aftur farinn að neyta fíkniefna, en hann mun þó fela það frá konu sinni, Sharon.

DailyMail greinir frá því að Ozzy, sem er 75 ára, sé aftur farinn að reykja kannabis og þyki freistandi að byrja aftur að taka inn harðari vímuefni þar sem heilsa hann er orðin ansi slæm. Hann mun glíma við Parkinsons sjúkdóminn og er mjög slæmur í bæði hrygg og háls. Hann notar ýmist hjólastól eða hækjur til að komast um.

Ozzy glímdi við fíkni- og áfengissjúkdóm á árum áður en hann viðurkenndi í hlaðvarpi nýlega að hann sé fallinn á bindindinu þar sem hann fær sér nú kannabis endrum og eins.

„Ég er hamingjusamari, en ég er ekki alfarið edrú, ég nota kannabis við og við.“

Ozzy segir að kona hans hafi verið stoð hans og stytta í gegnum bindindið og komið í veg fyrir að hann falli. En eftir að kannabis var lögleitt í Los Angeles, þar sem Ozzy býr, þá hafi freistingin orðin of mikil. Það er þekkt að þeir sem glíma við erfið veikindi og langvarandi verki noti kannabis bæði til verkjastillingar og til að auka lífsgæði, svo sem með því að auka matarlyst.

„Ég er heppinn að eiga konu sem sparkar í rassinn á mér og hún myndi gera lífið mitt svo erfitt ef hún vissi þetta. Jafnvel þó þetta sé bara kannabis, hún mun finna það og losa mig við það.“

Ozzy sagði í hlaðvarpinu að hann hafi tekið þátt í 12 spora kerfi árum saman en sé nú hættur að mæta á fundi. Hann velti því þó fyrir sér hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun.

„Ef þú átt erfitt þarna úti, með fíkniefni og þig langar að hætta, þá er nóg af hjálp í boðið. AA er 12 skrefa kerfi. Það hjálpaði mér að vissu marki. ég fer ekki sjálfur á fundi lengur, en kannski ætti ég að gera það, ég veit það ekki.“

Rokkarinn segist i raun hafa tekið inn svo mikið af fíkniefnum á hátindi ferils síns að það sé furðulegt að hann sé enn á lífi. Sérstaklega þegar hann er nú farinn að horfa á eftir nánum vinum í gröfuna, svo sem Lemmy, söngvara Motorhead, og Pete Way sem var bassaleikarinn í UFO.

„Ég hefði átt að deyja á undan þeim. Hvers vegna stend ég einn eftir? Stundum horfi ég í spegilinn og segi við spegilmyndina: Hvernig í fjandanum lifðir þú þetta af? Ég hefði átt að deyja þúsund sinnum. Ég hef þurft að láta dæla úr maganum á mér ég veit ekki hversu oft“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi