Síðasti séns Erik ten Hag, stjóra Manchester United, er líklega í dag en hans menn spila við Aston Villa.
Leikið er á Villa Park en United er fyrir leikinn með sjö stig eftir fyrstu sex leiki sína í deildinni.
Ten Hag er sterklega orðaður við sparkið og eru góðar líkur á að hann verði rekinn ef leikurinn tapast.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Pau Torres, Digne, Philogene, Barkley, Tielemans, Bailey, Rogers, Watkins.
Manchester United: Onana; Mazraoui, Maguire, Evans, Dalot; Mainoo, Eriksen, Fernandes; Garnacho, Rashford, Højlund.