fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Eyjan

Jón Gunnarsson: Samfylkingin popúlískur flokkur sem ber ábyrð á orkuskorti og tugmilljarða tjóni þjóðarinnar

Eyjan
Sunnudaginn 6. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuskorturinn nú og tugmilljarðatjón þjóðarinnar vegna hans er á ábyrgð Samfylkingarinnar, sem lengi hefur haldið því fram að enginn skortur sé á orku hér á landi. Samfylkingin er popúlískur flokkur og stefnubreytingin í orkumálum nú er vegna þess að flokkurinn er kominn upp að vegg. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jon Gunnarsson - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson - 3

„Við eigum mikil tækifæri til framleiðsluaukningar. Við þurfum náttúrlega að koma okkur úr þessum sporum- úr þessari stöðnun í orkumálum sem hefur verið. Við höfum verið að stíga ákveðin skref núna á þessu kjörtímabili, vissulega, en það er engan veginn fullnægjandi,“ segir Jón.

Hann segir pólitíska ágreininginn í þessum málum vera allt of mikinn. „Þetta er orðið tugmilljarða tjón fyrir þjóðina núna á hverju einasta ári. Við erum núna til að mynda, út af bara stöðunni hjá Landsvirkjun í vatnsmiðlunarlónunum, þá sagði nú einn við mig, reiknimeistari, um daginn að þetta yrði líklega tap í útflutningstekjum upp á 30-40 milljarða. Ef slíkt gerðist t.d. í sjávarútveginum þá teldist það aflabrestur og gríðarlegt áfall fyrir þjóðarbúið. En það er ekki minnst á þetta af því að þetta er í rafmagninu, sem margir flokkar á þingi hafa staðið algerlega gegn því að við höldum áfram …“

Og sérstaklega náttúrleg samstarfsflokkur ykkar í ríkisstjórn …

„Og Samfylkingin. Ég get bara sagt þér að þegar ég var formaður atvinnuveganefndar 2013-16 …“

Samfylkingin hefur lýst nýrri stefnu í þeim málaflokki …

„„Hún getur lýst öllu – svona popúlískir flokkar gera það þegar þeir eru komnir upp að vegg. En það er ekki lengra síðan en 2015-16 að þeirra þingmenn sögðu við mig: Jón, láttu ekki svona, það er alveg næg orka. Þarna var ég að reyna að koma rammaáætlun í gegn; fimm til átta virkjanakostum í vatnsafli sem yrðu svona uppbygging næstu 15 árin, eitthvað svoleiðis. Ég var stoppaður með það Framsókn brást svolítið, það veður að segjast alveg eins og er, undir forystu Sigmundar Davíðs á þeim tíma. Það muna margir eftir þessum slag. Mér var úthúðað í þinginu, menn töluðu um Jón á jarðýtunni. Ég sagði við fólk: Áttið þið ykkur ekki á veggnum sem er fyrir framan okkur í orkumálum. Það var alveg fyrirsjáanlegt hjá öllum sem kynntu sér þetta,“ segir Jón.

Jón nefnir sérstaklega Bjarna Bjarnason, þáverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem hann minnir á að hafi starfað sérstaklega í umboði Samfylkingarinnar í Reykjavík og þeirra flokka sem störfuðu með henni. „Hann kom hér, alveg þar til fyrir einu og hálfu til tveimur árum, fram og sagði við þjóðina stöðugt – forstjóri þessa stóra orkufyrirtækis – að það væri sko alveg nóg orka á Íslandi, sko.“

Þær yfirlýsingar komu mjög á óvart. Þær eru allavega ankannalegar.

„Þær voru bara í mörg ár. Það er meðal annars vegna þess að undir forystu Samfylkingarinnar var sett á framkvæmdastopp hjá þessu fyrirtæki í virkjunum. Hann bara spilaði með og var kannski höfundurinn að því, ég veit það ekki. Þannig að ræturnar að þessum orkuskorti og tugmilljarðatjóni þjóðarinnar í dag liggja þarna.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir
Hide picture