Fyrrum enski landsliðsframherjinn Andy Carroll er svo sannarlega að láta til sín taka í Frakklandi.
Carroll ákvað í sumar að hjálpa franska félaginu sem varð gjaldþrota og sent niður í fjórðu deild Frakklands.
Um er að ræða mjög stórt lið í Frakklandi en Bordeaux vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær gegn Olympique Saumur.
Carroll skoraði tvennu til að tryggja 2-1 sigur en hann hefur nú skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið.
Bordeaux er í vandræðum í sínum riðli í fjórðu deildinni og er í fallsæti með sex stig eftir fimm leiki.
Carroll er 35 ára gamall í dag en hann á að baki níu landsleiki fyrir England og leiki fyrir lið eins og Liverpool, West ham og Newcastle.