Simone Inzaghi hefur hafnað því að taka við liði Manchester United en frá þessu greinir blaðamaðurinn Tancredi Palmeri.
Palmeri er virtur blaðamaður á Ítalíu en hann segir að United hafi boðið Inzaghi að taka við félaginu í landsleikjahlénu sem er framundan.
Erik ten Hag er í dag stjóri United en gengi liðsins í byrjun tímabils hefur ekki verið sannfærandi og er starf hans í mikilli hættu.
Palmeri segir að Inzaghi hafi hlustað á tilboð United en hafnaði því að lokum og ætlar að halda áfram störfum á Ítalíu.
Inzaghi er þjálfari Inter Milan í Serie A en hann vann deildina á síðustu leiktíð og kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tímabilið áður.