Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið félaginu grænt ljós á að kaupa undrabarnið Arnau Pradas sem ekki allir kannast við.
Pradas er gríðarlega efnilegur leikmaður sem spilar með Barcelona en hann hefur verið besti leikmaður U19 liðsins á tímabilinu.
Njósnarar Arsenal létu Arteta vita af þessum leikmanni fyrir þónokkru síðan en hafa nú loksins fengið svar frá stjóranum sjálfum.
Mundo Deportivo greinir frá en Pradas er 18 ára gamall vængmaður og skoraði frábært mark í vikunni gegn Young Boys í Meistaradeildinni.
Pradas virðist ekki ætla að fá tækifæri með aðalliði Barcelona og eru líkur á að hann vilji færa sig um set árið 2025.
Barcelona hefur þó mikinn áhuga á að halda leikmanninum sem er samningsbundinn út tímabilið.