fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Enrique lét Mbappe heyra það – ,,Michael Jordan hefði gripið um eistu liðsfélaga sinna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 21:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique er svo sannarlega harðhaus en hann sannaði það í nýrri heimildarmynd sem var sýnd nýlega.

Enrique er þjálfari Paris Saint-Germain en hann vann með stórstjörnunni Kylian Mbappe á síðustu leiktíð áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid.

Enrique ræddi við Mbappe í einrúmi en hann var ósáttur með framlag leikmannsins þegar kom að varnarvinnu og pressu.

Spánverjinn heimtaði meira frá stórstjörnunni og að hann myndi gefa allt í sölurnar áður en hann tæki skrefið til Real í sumar.

,,Ég hef lesið það að þú sért hrifinn af Michael Jordan. Michael Jordan hefði gripið um eistu liðsfélaga sinna og varist eins og brjálæðingur,“ sagði Enrique.

,,Þú þarft að setja fordæmi bæði sem leikmaður og manneskja. Þú ert framúrskarandi og heimsklassa leikmaður, það efast enginn um það en það er ekki nógu gott fyrir mig.“

,,Alvöru leiðtogi er einhver sem hjálpar á öllum sviðum þó það sé ekki að skora mörk. Það er það sem ég vil frá þér sem leiðtoga.“

,,Við eigum tvo leiki eftir og ég vil að þú farir héðan án þess að sjá eftir einhverju sem gerðist á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Í gær

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United
433Sport
Í gær

Víkingur fer til Grikklands í Sambandsdeildinni

Víkingur fer til Grikklands í Sambandsdeildinni