Everton 0 – 0 Newcastle
Það var ekkert mark skorað í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en spilað var á Goodison Park.
Everton fékk Newcastle í heimsókn en það síðarnefnda fékk langbesta færi leiksins í fyrri hálfleik.
Anthony Gordon steig þá á vítapunktinn eftir að James Tarkowski hafði gerst brotlegur innan teigs.
Gordon mistókst þó að skora gegn sínum gömlu félögum en Jordan Pickford varði spyrnuna og lokatölur, 0-0.