Fram 2 – 4 Vestri
0-1 Andri Rúnar Bjarnason(’21)
1-1 Alex Freyr Elísson(’33)
1-2 Bendikt V. Warén(’44)
1-3 Andri Rúnar Bjarnason(’45)
1-4 Andri Rúnar Bjarnason(’54)
2-4 Kennie Chopart(’67)
Vestri er komið í góða stöðu í Bestu deild karla eftir leik við Fram í fallbaráttunni á þessum fína laugardegi.
Vestri gerði sér lítið fyrir og vann Fram 4-2 á útivelli þar sem Andri Rúnar Bjarnason stal senunni.
Andri Rúnar skoraði þrennu í leiknum og sá um að tryggja Vestra sigur og er liðið nú fjórum stigum frá fallsæti.
HK er sæti neðar með 21 stig en á leik til góða gegn Fylki á heimavelli á morgun.
Ljóst er að Fylkir er í raun fallið í næst efstu deild en liðið er átta stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir.