fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Hún gerði þessar þrjár breytingar á lífi sínu og vann bug á þunglyndinu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. mars 2016 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem glímt hafa við þunglyndi vita að það er auðvelt að festast í vítahring neikvæðni og vonleysis. Gala Darling, 32 ára nýsjálensk kona, þekkir það af eigin raun en hún glímdi við þunglyndi og átröskun um nokkurra ára skeið.

Með mikilli vinnu og nokkrum grundvallarbreytingum á lífi sínu tókst Gala að vinna bug á þessum erfiðleikum.

En hvernig fór hún að þessu? Gala hefur nú skrifað bók sem ber heitið Radical Self Love, sem á íslensku væri hægt að þýða sem Róttæk sjálfsást. Óhætt er að segja að bókin hafi fengið góð viðbrögð þegar hún fór í sölu á Amazon í fyrrasumar, en þar er bókin með fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Um er að ræða einskonar sjálfshjálparbók og segir Gala í samtali við Daily Mail í Ástralíu að hún hafi alla tíð verið efins um ágæti og gagnsemi sjálfshjálparbóka. Hún segist þó ekki velkjast í neinn vafa um að bókin geti hjálpað fólki, þá sér í lagi konum sem þjást af litlu sjálfstrausti. Hún gefur lesendum smá innsýn inn í bókina, en hér á eftir fylgja þrjár mikilvægustu breytingarnar sem hún gerði.

Þakklæti

Gala segir að kraftaverkin hafi farið að gerast þegar hún fór að tileinka sér þakklæti í auknum mæli. Það er hægt að vera þakklátur fyrir margt annað en það stærsta og besta í lífinu. Oft eru það litlu hlutirnir, sem margir taka sem sjálfsögðum hlut, sem mest um vert er að sýna þakklæti gagnvart. „Þegar við erum þakklát fyrir það sem við höfum þá förum við síður í að bera okkur saman við aðra. Þetta hljómar mjög einfalt en þetta getur breytt sýn þinni á lífið.“

Sjálfsummönnun

Gala segir sjálfsummönnun (e. self care) sé lykilþáttur í leitinni að hamingjuríku lífi. Passaðu að hafa nægan tíma fyrir sjálfa þig og framkvæmdu hluti sem veita ÞÉR ánægju. „Líðan þín núna er sýnishorn af því hvernig líðan þín mun verða í framtíðinni. Svo ef þér líður illa, framkvæmdu eitthvað sem lætur þér líða vel.“

Skrifaðu það niður

Eitt af því sem Gala nýtti sér með góðum árangri var að skrifa niður allt það hrós sem hún fékk. „Mannfólkið hefur þá tilhneigingu að festast í viðjum eigin neikvæðni. Við munum eftir öllu því neikvæða sem sagt er við okkur en ekki því jákvæða.“ Hún segir að ef þú skrifar niður allt það hrós sem þú færð þá geturðu leitað þér huggunar í jákvæðum athugasemdum á erfiðum dögum, dögum þegar óveðursskýin virðast vera að hrannast upp. Gala segir að þér muni líða betur og fyrr en varir fari sólin að skína – að minnsta kosti í sálinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“