Alisson, markvörður Liverpool, verður ekki með liðinu í komandi verkefnum eftir meiðsli í dag.
Alisson tognaði aftan í læri í leik gegn Crystal Palace en Liverpool vann 1-0 útisigur en Brassinn fór af velli í seinni hálfleik.
Engar líkur eru á að Alisson spili með Brasilíu í komandi landsleikjaverkefni og er útlitið ekki gott.
Viteszlav Jaros kom inná fyrir Alisson í sigrinum en hann stóð fyrir sínu á lokakaflanum.
Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði eftir leik að það væru litlar sem engar líkur á að Alisson myndi ná næstu leikjum liðsins gegn Chelsea og Arsenal.
Hér má sjá Alisson haltra eftir leikinn í dag.
Alisson walking slowly as he leaves Selhurst Park. Says he does not know how serious his injury is but probably won’t be going away with Brazil. pic.twitter.com/xcMQ4xiNPh
— Lewis Steele (@LewisSteele_) October 5, 2024