fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Flugdólgarnir í sólarlandsflugum verstir en gefandi að fá að vinna með fólki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. október 2024 09:18

Móeiður er flugfreyja hjá Icelandair. Mynd/Instagram @moasif_s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Sif Skúladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Það hafði lengi verið draumur hjá Móeiði að starfa sem flugfreyja og rættist hann árið 2022. Í dag starfar hún hjá Icelandair og getur hún ekki ímyndað sér að vinna við eitthvað annað. Hún lýsir flugfreyjulífinu og segir frá ýmsu sem margir vita ekki um starfið.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Til að horfa þáttinn í heild sinni smelltu hér eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Eins og fyrr segir var það langþráður draumur hjá Móeiði að stafa í háaloftunum. Allt virtist vera að ganga á eftir áætlun en svo skall Covid á.

„Þetta byrjaði 2019, þá fór ég fyrst á námskeið hjá Icelandair. Þetta byrjaði þá á kyrrsetningu á Max vélunum þannig ég komst ekki inn þá og svo kom Covid,“ segir hún.

Móeiður fékk síðan vinnu hjá flugfélaginu Play og var þar í ár. Hún færði sig síðan yfir til Icelandair og hefur verið þar síðan. Hún segist vera ótrúlega ánægð í starfinu og að hún geti ekki hugsað sér að vinna við eitthvað annað.

Aðspurð hvað sé það besta við starfið segir hún: „Náttúrulega að vinna með fólki, ég elska það. Svo líka bara ferðast og stoppin í Ameríku og Kanada.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Flugdólgarnir verstir

Móeiður segir að starfið geti einnig verið gefandi, eins og ef farþegi veikist um borð, að það sé hægt að hjálpa viðkomandi og að allt fari vel.

Þegar kemur að því að nefna það versta við starfið þarf Móeiður ekki að hugsa sig tvisvar um. „Flugdólgar,“ segir hún og hlær.

„Þegar fólk er með leiðindi, eins og gerist. Fólk er kannski búið að fá sér aðeins of mikið í glas en maður tæklar þetta. Og með tímanum þá lærir maður að brosa yfir þessu og hlæja.“

Sumar ferðir eru verri en aðrar. „Það eru sólarlandaflugin, þau eru krefjandi en maður er viðbúinn þegar þau eru og setur sig í þannig gír.“

Fer ekki úr sokkunum

Móeiður svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum, eins og: Er eitthvað sem þú myndir aldrei gera um borð í vél sem þú sérð aðra gera?

„Ég myndi aldrei snerta gólfið með tánum, ég myndi aldrei labba berfætt um. Aldrei nokkurn tíma, ekki einu sinni í sokkum,“ segir hún og bætir við:

„Ég myndi ekki drekka vatnið inni á baði, ég veit ekki alveg er með leiðslurnar, hvernig það er þrifið.“

Mynd/Instagram @moasif_s

Sjá einnig: Flugfreyja afhjúpar ýmis leyndarmál – Þess vegna áttu alls ekki að drekka kaffi um borð

Við ræðum einnig um háaloftaklúbbinn, hvort hann sé mýta eða hvort Móeiður hafi þurft að koma í veg fyrir að nýir meðlimir myndu bætast í hópinn. Hún ræðir einnig um hvað hún gerir ef það er flugdólgur um borð sem er líkamlega stærri og sterkari. Hún segir frá þessu öllu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Móeiði á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture