Sjónvarpsþátturinn vinsæli Ted Lasso er að snúa aftur en undirbúningur fyrir fjórðu seríu mun hefjast í janúar.
Þetta er fullyrt í hlaðvarpsþættinum Magic Rays of Light en þar er sagt að búið sé að ná samkomulagi um að gera allavega eina seríu til viðbótar.
Ted Lasso voru gríðarlega vinsælir knattspyrnuþættir um allan heim en þar var fjallað um bandarískan þjálfara sem reyndi fyrir sér í efstu deild Englands.
Samkvæmt þessum heimildum munu tökur hefjast á næsta ári og eru þetta gleðifréttir fyrir marga knattspyrnuaðdáendur.
Ekkert hefur fengist staðfest frá Warner Bros eða Apple TV en margir leikarar þáttarins hafa tjáð sig opinberlega og vonast eftir því að tökur hefjist á ný.
Talið er að þetta sé allt undir leikaranum Jason Sudeikis komið en hann er aðal stjarna þáttarins og leikur einmitt Ted Lasso.