Chelsea getur ekki barist um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili að sögn Enzo Maresca, stjóra liðsins.
Chelsea hefur byrjað tímabilið vel undir Maresca og eru einhverjir sem telja að liðið geti barist um efstu þrjú sætin.
Maresca segir þó að Manchester City og Arsenal séu á öðru stigi í dag eftir að hafa unnið með sama þjálfaranum í mörg ár.
,,Ég er ekki á því máli að við getum barist við Manchester City eða Arsenal,“ sagði Maresca við blaðamenn.
,,Við erum ekki tilbúnir í þann slag. Ástæðan er að City hefur unnið með Guardiola í níu ár og Arsenal hefur unnið með Mikel Arteta í fimm ár.“
,,Ef þú vilt berjast um stærstu titlasna þá þarftu tíma. Eftir að Arsenal vann PSG í vikunni þá var Luis Enrique [stjóri PSG] spurður að því sama og hann svaraði á sama hátt.“