fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Bálreiður út í bæjarstjórann og segir hann ógna öryggi barnanna: Svaraði færslunni um leið – ,,Bless!“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 08:30

Morata og fyrrum unnusta hans. Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Morata, leikmaður AC Milan, er bálreiður eftir ummæli borgarstjóra Corbetta á Ítalíu en hann opinberaði það að leikmaðurinn væri að flytja í bæinn.

Morata lék með Atletico Madrid á síðustu leiktíð en hann leitar að heimili á Ítalíu og taldi sig hafa fundið réttan stað.

Maður að nafni Marco Ballarini er borgarstjóri Corbetta en hann er harður stuðningsmaður Inter Milan sem eru erkifjendur AC Milan.

Morata óttast öryggi barna sinna eftir að flutningarnir voru opinberaðir og neyðist til þess að finna nýtt heimili fyrir sig og sína fjölskyldu.

,,Kæri borgarstjóri, takk fyrir að vanvirða mitt einkalíf. Sem betur fer þá er ekkert verðmætt á staðnum, það eina verðmæta sem ég á eru börnin mín,“ sagði Morata og bætir við: ,,Þeirra öryggi er í hættu vegna þín.“

,,Ég hélt að bærinn Corbetta gæti sýnt mínu einkalífi virðingu en þess í stað þá þarf ég að flytja sem fyrst þar sem þú ert óhæfur á samskiptamiðlum og í að vernda þína borgarbúa.“

Borgarstjórinn var ekki lengi að svara Morata en hann virðist sjálfur ekki sjá eftir sinni hegðun og svaraði Spánverjanum með stuttri færslu: ,,Bless!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísak skoraði í mjög slæmu tapi

Ísak skoraði í mjög slæmu tapi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðurkennir að táningurinn sé pirraður með fáar mínútur – Minnti rækilega á sig í gær

Viðurkennir að táningurinn sé pirraður með fáar mínútur – Minnti rækilega á sig í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Meiðslapésinn byrjaður að æfa

Meiðslapésinn byrjaður að æfa
433Sport
Í gær

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Í gær

Gummi Ben segir sláandi að lesa um mál FH – „Ömurlegt fyrir þá aðila sem eru flæktir inn í þetta“

Gummi Ben segir sláandi að lesa um mál FH – „Ömurlegt fyrir þá aðila sem eru flæktir inn í þetta“
433Sport
Í gær

Horfðu á glænýjan þátt af Íþróttavikunni – Gummi Ben fer yfir sviðið í síðasta þætti fyrir jól

Horfðu á glænýjan þátt af Íþróttavikunni – Gummi Ben fer yfir sviðið í síðasta þætti fyrir jól