Undrabarnið Endrick hefur skotið á stuðningsmenn Real Madrid sem eru duglegir að láta stjörnur liðsins heyra það.
Stuðningsmenn Real voru svo sannarlega ekki ánægðir í vikunni er Real tapaði 1-0 gegn Lille þar sem Endrick byrjaði sinn fyrsta leik.
Þessi 18 ára gamli Brassi var ekki of heillandi í sóknarlínunni en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fær gagnrýni frá spænsku stuðningsmönnunum.
,,Ef ég er alveg hreinskilininn þá sé ég ekkert að hjá okkur,“ sagði Endrick í samtali við TNT Sports.
,,Fótboltinn er svona; þú skorar mörk í dag og allir eru spenntir en svo þegar þú tapar þá færðu allt þetta skítkast.“
,,Þetta gerðist við mig hjá Palmeiras og ég lærði að taka ekki eftir þessu. Ég ýti á ‘mér er alveg sama’ takkann. Ég fylgi ráðum þjálfarans og liðsfélagana.“
,,Það sem kemur utan frá, mér er alveg sama um það.“