Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur loksins tjáð sig um hvað átti sér stað eftir umdeild ummæli sem hann lét falla á síðasta tímabili.
Carragher var þar í sjónvarpi CBS ásamt Kate Abdo, Thierry Henry og Micah Richards en þau fjalla þar um fótbolta.
Carragher skaut á Kate í beinni útsendingu en hann vildi meina að hún væri ekki trú eiginmanni sínum, Malik.
Það var augljóst að Carragher væri að grínast en Kate tók alls ekki vel í þessi ummæli og ræddi við þennan fyrrum enska landsliðsmann stuttu seinna.
Carragher fór langt yfir strikið þó að um grín hafi verið að ræða en hann breytti umræðu þáttarins í einkalíf eftir tal um fótbolta.
Kate hefur fyrirgefið Carragher fyrir ummælin og tjáði sig opinberlega og kallaði hann ‘pirrandi meðlim fjölskyldunnar.’
,,Við hundsum ekki fílana í herberginu. Ég var eins og lítill krakki þarna,“ sagði Carragher við The Ringer en hann hefur ekki opnað sig um atvikið áður.
,,Ég fékk smá högg eftir ummælin og var settur á minn stað og það réttilega.“