fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Nýjar vendingar í stríði Eflingar og veitingastaðarins Ítalíu – Lögmaður Elvars krefur Sólveigu Önnu um gögn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkalýðsfélagið Efling hefur undanfarið beint spjótum sínum að veitingastaðnum Ítalíu og sakað eigendur hans um launaþjófnað. Hefur Efling efnt til mótmæla fyrir utan staðinn og hvatt fólk til að gerast ekki matargestir þar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að henni hafi borist bréf frá lögmanni eiganda Ítalíu, Elvars Ingimarssonar, Skúla Hansen, þar sem hann krefst þess að Efling sendi sér gögn að baki fullyrðingum félagsins um meint lögbrot Ítalíu. Í pósti lögmannsins segir:

„Líkt og umbjóðandi minn hefur greint frá opinberlega þá hefur hann unnið hörðum höndum við það að rétta af efnahag veitingastaðarins og greiða upp útistandandi skuldi. Þá hefur núverandi starfsfólk hans greint frá því opinberlega að það hafi ekki átt í neinum vandræðum með að fá laun greidd. 

Fyrir hönd umbjóðanda míns er hér með farið fram á að Efling stéttarfélag afhendi undirrituðum allar þær upplýsingar og gögn sem félagið byggir ofangreindar ásakanir sínar, gegn umbjóðanda mínum og veitingastað hans, á.“

Sólveig Anna svarar

Sólveig Anna birtir svar sitt við tölvupósti Skúla og þar greinir hún skipulega frá þeim ásökunum um launaþjófnað sem komið hafa fram og gögnum þar um sem til er að dreifa. Svarið er eftirfarandi:

„- Almennt varðandi kjarasamningsbrot umbjóðanda þíns gegn félagsfólki Eflingar og vangreiðslur hans á launum til þeirra, sem fela í sér þjófnað á launum, þá hefur Efling birt á vefsíðu sinni samantekt um þetta ásamt öðru, og er hún hér: https://efling.is/italia/

– Umbjóðandi þinn hefur jafnframt móttekið launakröfur frá vinnuréttindasviði Eflingar f.h. félagsfólks sem innihalda nánari sundurliðanir á umræddum kjarasamningsbrotum og á upphæðum vangreiddra launa. Umbjóðandi þinn hefur móttekið þessar launakröfur, bæði frá Eflingu og frá Atlas lögmönnum, og er því með þær í sínum fórum. Vinsamlegast skýrðu nánar hvaða upplýsinga umbjóðandi inn óskar varðandi þetta ef átt er við eitthvað annað.

– Varðandi vangreiðslur umbjóðanda þíns og fyrirtækja hans á sköttum (öðru nafni skattsvik), sem og vangreiðslur þeirra á öðrum gjöldum ss. lífeyrissjóðsiðgjöldum, iðgjöldum í sjóði stéttarfélaga og greiðslum til birgja, vísast til erinda sem honum hafa borist þar að lútandi frá viðkomandi aðilum sl. ár. Gagnlegt yfirlit um núverandi umfang vanskila má nálgast í Vanskilaskrá sem þú hefur eflaust aðgang að, en í viðhengdu eru þér til hagræðis útprent af þeim upplýsingum sem þar má finna varðandi Elvar Ingimarsson, Björgvin Narfa Ásgeirsson, Ítalgest ehf. og Opera service ehf.

– Í erindi þínu talar þú um fullyrðingar sem feli í sér „ásakanir um lögbrot“. Getur þú vinsamlegast skýrt nánar hvaða fullyrðinga er þar vísað til?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Í gær

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“