Juventus nálgast það að semja við goðsögnina Sergio Ramos en frá þessu greinir ítalski miðillinn Tuttosport.
Ramos er án félags þessa stundina en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid.
Ramos yfirgaf Real fyrir nokkrum árum og samdi við Paris Saint-Germain og lék svo með Sevilla í eitt ár.
Gleison Bremer, varnarmaður Juventus, meiddist alvarlega á dögunum og verður frá í marga mánuði og er það ástæða áhuga ítalska liðsins.
Ramos hefur aldrei reynt fyrir sér í ítalska boltanum en hann er orðinn 38 ára gamall og er því svo sannarlega kominn á seinni ár ferilsins.