Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku þann 9. október næstkomandi til minningar þeirra kvenna sem ganga ekki lengur meðal okkar vegna afleiðinga kynbundis ofbeldis.
Kertavakan hefst kl 20:00 fyrir utan Kvennaskóla Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 9 þar sem aðstandendur þolenda og aðgerðasinnar fara með nokkur orð. Með erindi á viðburðinum verða Ólöf Tara stjórnarkona Öfga, Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, Ragnheiður aðstandandi Kristínar Gerðar, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Ugla Stefanía kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Að loknum ræðuhöldum verður gengið í þögn að Reykjavíkurtjörn þar sem við munum raða upp kertum og tendra í minningu kvennana sem ekki lengur eru með okkur. Að lokum munum við syngja saman Maístjörnuna og Sofðu unga ástin mín.
BBC verður á staðnum og mun myndefni Kertavökunar vera nýtt í heimildarmynd um stöðu kvenna á Íslandi.
Kerti verða seld á staðnum og rennur ágóði sölunnar til móður Kolfinnu Eldeyjar.