fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Eyjan
Laugardaginn 5. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt hefði verið að reyna að brjóta upp stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2021. Einnig hefði átt að gera það þegar Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra á síðasta vetri. Bæði sjálfstæðismenn og vinstrimenn eru mjög ósáttir við margt hjá þessari ríkisstjórn en Covid var verkefni sem ríkisstjórnarflokkarnir sameinuðust um og átti það sinn þátt í því að ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað 2021. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlýða á brot úr þættinum:

Eyjan - Jon Gunnarsson 2
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson 2

„Auðvitað er margt sem við sjálfstæðismenn, ég og margir sjálfstæðismenn, erum mjög ósáttir við. Það á alveg eins við um fólkið á vinstri vængnum, það er mjög ósátt við margt. Þau eru til að mynda mjög ósátt við árangurinn sem við erum að ná í útlendingamálum, hann er ótvíræður,“ segir Jón.

Maður horfir á þetta ríkisstjórnarsamstarf, maður horfir á ágreininginn milli stjórnarflokkanna; fyrst og fremst milli Sjálfstæðisflokks og VG. Ég held að það sé nú starfandi formaður VG sem hefur lýst því að helsta verkefni flokksins í þessari ríkisstjórn sé að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn nái tilteknum málum í gegn. Fólk er svona á þeirri skoðun að erfitt hafi verið að mynda ríkisstjórn árið 2017 og þetta stjórnarmynstur hafi verið réttlætanlegt þá, en það hafi bara alls ekki átt við árið 2021. Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að vinna með þessum harða vinstri flokki?

„Það er bara mjög góð spurning. Já, 2017 vorum við búin að fara í gegnum mikinn pólitískan óstöðugleika þó að hlutirnir gengju í sjálfu sér ágætlega í okkar samfélagi og bara nokkuð vel; ferðaþjónustan á mikilli siglingu og útflutningsgreinarnar. En 2021 voru aðstæður aðeins öðruvísi. Þá var búið að fara þó í gegnum ansi erfiða períódu sem þjappaði stjórninni svolítið saman, sem var þetta Covid ástand.“

Sumir segja að það hafi bjargað stjórninni. Bergþór Ólason var hjá mér í síðustu viku og hann sagði að þegar Covid kom hafi lítið verið eftir hjá ríkisstjórninni annað en að springa. Svo hafi Covid komið og tekið pólitíkina út af borðinu í tvö ár og það bjargaði ríkisstjórninni.

„Já, já, þarna var verkefni sem ríkisstjórnin sameinaðist um og ég held að það hafi haft mikið að segja um það að samstarfið gekk betur og lagði kannski svolítið grunninn að því að það var haldið áfram þarna 21,“ segir Jón.

Hann segir ríkisstjórnina hafa farið í gegnum Covid með fjölbreyttum ráðstöfunum. „Menn geta litið í baksýnisspegilinn í dag og og sagt: Já, heyrðu, það var nú gert of mikið, og meira að segja heyrir maður það frá stjórnarandstöðunni: Ja, það var nú allt of mikið þarna og eitthvað svona, en tillögurnar frá þeim á þeim tíma voru að þau voru öll sammála því sem við vorum að gera á þeim tíma, en langflest þeirra sögðu: Það þarf að gera meira. Þá var uppboðsmarkaðurinn í gangi. En þetta átti örugglega sinn þátt í því að menn héldu áfram.

Ég er aftur þeirrar skoðunar sjálfur að það hefði verið full ástæða til að reyna að brjóta þetta upp þá, og ég er á þeirri skoðun líka að það átti að reyna að brjóta þetta upp þegar Katrín steig niður sem forsætisráðherra.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Hide picture