fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Reitir þurfa að greiða skaðabætur: Lítil stúlka varanlega sköðuð eftir að hafa fallið niður í loftræstigat

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. október 2024 20:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka hefur búið við varanlegan skaða eftir að hafa fallið niður um loftræstigat í þjónustu- og verslunarmiðstöð að Þverholti 2 í Mosfellsbæ árið 2015. Stúlkan var þá níu ára og var að leik með frænku sinni.

Skopparabolti sem telpurnar voru að leika sér með datt niður í loftræstiop með járngind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á járngrindina til að huga að skopparaboltanum gaf járngrindin sig og féll hún um tvo metra niður loftræstiopið með þeim afleiðingum að hún hlaut innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Hún útskrifaðist af spítalanum 28. júlí 2015. Samkvæmt matsgerð frá 17. ágúst 2020 varð barnið fyrir 12% varanlegri læknisfræðilegri örorku vegna slyssins. M.a. er talið að rekja megi einbeitingarörðugleika, viss vandkvæði við tjáningu og höfuðverki til slyssins. Þá er hún með stórt og mikið ör í hársverði og hefur verið til athugunar hjá læknum eftir slysið.

Fyrir hönd stúlkunnar var höfðað mál á hendur eiganda fasteignarinnar árið 2022, eigandinn er Reitir – verslun ehf. Tekist var á um fyrir dómstólum hvort fyrirtækið væri skaðabótaskylt vegna atviksins og hefði gerst sekt um saknæma vanrækslu.

Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra, sem Landsréttur hefur nú staðfest, að Reitir séu skaðabótaskyldir gagnvart stúlkunni. Í dómi Landsréttar segir að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting sem átti að halda henni fastri yfir loftræstiopinu gefið sig. Grindin hafi færst þannig til að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ófullnægjandi. Í niðurstöðu Landsréttar segir einnig:

„Loftræstiopið er á áberandi stað og verður að álykta að ef athygli húsráðenda hefði beinst að aðstæðum hefðu þeir hlotið að gera sér grein fyrir því að þær væru hættulegar. Ekki hafa verið færðar sönnur á að þessar aðstæður, sem eins og áður segir fóru í bága við grein 12.10.1 í byggingarreglugerð, hafi skapast svo skömmu áður en slysið varð, að útilokað hafi verið fyrir húsráðendur að átta sig á hættunni og bæta úr. Því er tekið undir með héraðsdómi að rekja megi slysið til saknæmrar vanrækslu þeirra við viðhald á stálgrindinni. Á því verður áfrýjandi sem eigandi séreigna í fasteigninni að bera skaðabótaábyrgð.“

Landsréttur staðfestir bótaskyldu Reita gagnvart stúlkunni og gerir þeim einnig skylt að greiða eina milljón króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“