Milutin Osmajic framherji Preston North End hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir að bíta Owen Beck leikmann Blackburn.
Framherjinn frá Svartfjallalandi viðurkenndi brot sitt og fékk 2,5 milljón króna í sekt.
Atviið átti sér stað í leik liðanna í september í markalausu jafntefli þessara nágranna.
Osmajic þarf að vera duglegur að æfa því hann fær ekki að spila leik með Preston fyrr en 23 nóvember.
Stefán Teitur Þórðarson er samherji Osmajic en Skagamaðurinn knái gekk í raðir Preston í sumar.