fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. október 2024 12:30

Úr myndbandi Víkurfrétta af fundinum. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar deilur hafa sprottið upp vegna upptöku blaðamanns Víkurfrétta á lokuðum fundi ráðherra og þingmanna með atvinnurekendum í Grindavík. Á fundinum stóð einn veitingamaður upp og húðskammaði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra.

Auk Sigurðar Inga var Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, viðstödd fundinn sem haldinn var á fimmtudag. En á fundinum var meðal annars rætt um aðgerðir stjórnvalda fyrir fyrirtækin í bænum og aðgengi að bænum.

Í frétt Víkurfrétta var greint frá því að eigandi veitingastaðarins Fish House hafi staðið upp og lesið Sigurði Inga pistilinn þegar hann var að halda tölu. Var birt myndband af atvikinu. Sagði eigandinn meðal annars að stjórnvöld væru hætt að styrkja fyrirtækin áður en hann gekk á dyr. Mikill hiti var á fundinum enda mikið gengið á og mikið í húfi fyrir atvinnurekendurna.

Segja óviðeigandi að taka fundinn upp

Miklar umræður hafa spunnist um fundinn á samfélagsmiðlum og ekki síst um myndbandsupptökuna, sem blaðamaður Víkurfrétta tók.

Segir ein kona það óviðeigandi að taka upp „þennan hasar“. „Þarna er fólk jafnvel að horfa fram á að vera að missa allt sitt og eðlilegra eru það flóknar tilfinningar sem þarf að virða,“ segir hún.

Önnur kona, atvinnurekandi í bænum, segist hafa beðið blaðamanninn að hætta að taka upp þegar hún hafi verið að tala. „Þetta var ekki auglýstur opinn fundur. Mögulega hefðum við átt að gera athugasemd í upphafi að þú sem blaðamaður værir þarna,“ segir hún við blaðamanninn. Einnig. „Ef við hefðum viljað hafa fjölmiðla á staðnum þá hefðum við að sjálfsögðu kallað þá til.“

Blaðamaðurinn sagðist hins vegar hafa verið í rétti. „Ég var ekki að taka upp þegar þú baðst mig um það. Ég var hins vegar að taka upp þegar þú skipaðir mér að hætta því, það var klippt út. Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur því blaðamaður má taka upp það sem honum sýnist,“ segir hann.

Þá segist fyrrnefndur veitingamaður hafa veitt blaðamanninum leyfi til þess að taka mynd en ekki myndband.

Blaðamaðurinn vísar þá í skilaboðasendingar á milli þeirra og að hann hafi ekki geta vitað að ekki mætti taka upp myndband. Segir hann einnig að veitingamaðurinn hafi heldur betur fórnað sér fyrir málstaðinn. „Ráðafólk virkilega tók eftir þessu og þetta var sem blaut tuska í andlitið á þeim!,“ segir hann.

Hefði verið auðvelt að vísa blaðamanni út

Frekari umræður hafa spunnist um málið. Ein kona segir ömurlegt að taka svona upp og birta í fjölmiðlum.

Önnur spyr hvort blaðamaðurinn hafi verið boðaður á fundinn. „Er ég að skilja þig rétt á svörum þínum hér á þessum þræði að fréttamenn með „myndavél og myndatökuvél“ megi bara mæta hvert sem þeir vilja, m.a. á fundi sem ekki eru opnir og taka upp og birta?“ spyr hún.

Blaðamaðurinn segir þá að hann hafi fengið veður af fundinum í samtali við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann hafi ekki fengið boð um að koma á fundinn frekar en annað fjölmiðlafólk.

„Það hefði verið mjög auðvelt að segja mér þegar ég kom eða eftir fundinn, að ég fengi ekki leyfi til að fjalla um fundinn og þó, það er málfrelsi…,“ segir hann. Flestir hafi vitað að hann væri blaðamaður.

Tilfinningaríkur fundur

Einn af þeim sem voru á fundinum var þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki. Hann lýsti fundinum sem tilfinningaríkum.

„Á fundinum stóð hver fundarmaðurinn af öðrum upp og rakti sögu sína og raunir. Hér eru allir að tala frá hjartanu og vandi hvers og eins er þungur. Skammist ykkar, hættið að setja málin í nefndir, kaupið af okkur atvinnuhúsnæðið og gerið eitthvað. Það eru engir að taka af skarið og við fáum engin svör eru skilaboð fólksins,“ segir Ásmundur í færslu um fundinn á samfélagsmiðlum.

Einnig spyr hann hvers vegna Grindavíkurnefnd stjórnvalda hafi aðeins verið skipuð fólki úr stjórnsýslunni. Engum úr fyrirtækjarekstri, sem nefndinni var þó ætlað að hjálpa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember